Mikil áhersla á styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd, léttum lóðum, bolta, styrkingu kjarnavöðva ásamt góðum teygjuæfingum. Æfingakerfið byggir á að auka hreyfigetu og sporna gegn meiðslum.
Mismunandi útfærslur í boði sem henta bæði byrjendum og lengra komnum ásamt þeim sem eru að koma sér af stað eftir barneignir.
Nauðsynlegt að mæta með jógahandklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku í heitum sal
- Ráðleggingar og hvatning í formi tölvupósta frá þjálfara
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.