Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Hot Pilates & Barre

4. febrúar
4 vikur
18.900 kr. 4.725 kr. á viku
39.900 kr. 9.975 kr. á viku
Netgíró

Pilates og Barre eru heitustu æfingakerfin í dag. Unnið er í infraheitum sal (30°) og líkaminn nær dýpri vöðvavinnu, auknum liðleika, auk þess sem þú svitnar vel sem hefur góð og mikilvæg hreinsunar áhrif. Pilates og Barre eru endurnærandi æfingakerfi fyrir líkama og sál.

Með markvissri öndun, réttri stöðu á hryggjarsúlu og mjaðmagrind nærð þú nýjum víddum í árangri þínum við æfingar og í raun öllum þínum daglegu hreyfingum og athöfnum. Þú lærir að stjórna hreyfingum þínum svo það stuðli að betri líkamsstöðu. 

Þú þjálfar sterka kjarnavöðva.

Pilates æfingakerfið byggist á að styrkja djúpu kjarnavöðvar líkamans, vöðvana sem eru næst hryggnum.  Þú lærir tækni við að þjálfa flata kviðvöðva og sterkt bak ásamt því að þjálfa sterka vöðva á sama tíma og þú eykur liðleika.

Í Barre æfingum er lögð höfuðáhersla á að styrkja og lengja vöðva með áherslu á að auka teygjanleika vöðvanna og hreyfisvið liðamóta. Líkami með jafnvægi á milli styrks og liðleika er síður líklegur til að glíma við álagsmeiðsli.

Prófaðu þessi einstöku æfingakerfi, losaðu um streitu, verki og stífleika og lærðu að beita líkama þínum auðveldlega og með afslappaðri hætti. Pilates og Barre henta jafnt byrjendum sem lengra komnum til að styrkja kjarnavöðvana (bak, mitti og kvið) og endurbyggja jafnvægi líkamans með ýmsum vel uppbyggðum æfingum sem eru í senn líkamsvænar og krefjandi.

*Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu. 

Rannsóknir sýna fram á fjölmarga kosti þess að æfa í innrauðum hita eins og aukinn liðleika, aukið blóðflæði, eiturefnalosun með meiri svita og aukinni hitaeiningabrennslu o.fl. 
Sjá nánar hér!


Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku heitum sal (30°)
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum. 


    Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

 

HPB

þriðjudagur
kl. 16:35-17:25
Salur 5
fimmtudagur
kl. 16:35-17:25
Salur 5
Skrá á námskeið