Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Mild þjálfun & núvitund

5. desember
3 vikur
11.990 kr. 3.997 kr. á viku
22.990 kr. 7.663 kr. á viku
Netgíró

Taktu frá tíma fyrir þig í desember, einn mikilvægasti tími ársins til að hægja aðeins á, kíkja inn á við og anda dýpra. 

Mild þjálfun og núvitund er námskeið sem hentar öllum þeim sem vilja æfa á minni hraða með áherslu á andlegt og líkamlegt jafnvægi. Þjálfari leggur mikla áherslu á tækni, jákvætt hugarfar og núvitund.

Á þessu námskeiði er lögð er áhersla á góða blöndu af flæði, styrk, teygjum og jafnvægis æfingum ásamt djúpri slökun. Allar æfingar eru unnar í núvitund með áherslu á öndun. Lagt er upp með að auka vellíðan og styrk andlega sem og líkamlega.

Mikið unnið með eigin styrk ásamt djúpum teygjum þar sem Yin Yoga tæknin er nýtt, en Yin Yoga teygjur og stöður losa um streitu, stuðla að uppbyggingu og vinna djúpt í bandvefinn.

- Ert þú að vinna þig upp úr veikindum eða kulnun, þarftu að koma þér af stað í rólegu öruggu umhverfi? 
    
- Vilt þú styrkjast, flæða, sleppa tökunum, anda dýpra og losa um spennu?

Þá er þetta námskeið fyrir þig!

 

*Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu. 

Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum 


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

 

MN1

þriðjudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 5
fimmtudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 5
Námskeið er hafið.