Skillrun styrkur er frábær viðbót við okkar geysivinsælu Skillrun námskeið. Þú kemst einfaldlega í þitt besta form á þessu stórskemmtilega námskeiði.
Tímarnir byggjast á stuttum lotum, fjölbreyttum og skemmtilegum göngu- eða hlaupaæfingum og vandlega úthugsuðum styrktaræfingum, samsettum svo þú þjálfar líkamann og ekkert verður útundan.
Adrenalín, sviti, stuð og stemning og það allra besta.... skjótur árangur!
HVAÐ ER SKILLRUN?
Skillrun eru engin venjuleg hlaupabretti heldur þau fullkomnustu sem til eru. Sleðinn og fallhlífin tryggja að þú þjálfar vöðva sem þú vissir ekki að væru til.
Með Technogym Skillrun brettunum erum við komin upp á næsta stig og ekki aftur snúið. SKILLRUN er mögulega skemmtilegasta, fjölbreyttasta og árangursríkasta æfingakerfi í heiminum í dag og þú nærð lengra og lengra og þú hélst að það væri ekki hægt.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Aðgangur að MyZone púlsmælakerfi
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.