4-vikna SkillX áskorun er fyrir alla sem eru tilbúnir að taka á því og hafa gaman í kraftmikilli þjálfun og vilja bæta styrk og form.
Fjölbreytt þjálfun með ýmsum skemmtilegum áskorunum. SkillX æfingarnar samanstanda af kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, þol og úthaldsæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
SkillX er hannað fyrir breiðan hóp þátttakenda. Þjálfari skalar æfingar upp eða niður eftir þörfum hvers og eins þannig að hámarks árangur náist. Hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.