Glænýtt, HEITT og spennandi æfingakerfi.
Einstaklega áhrifarík, sérvalin aðferð til að þjálfa líkamann í flott form og móta vöðvana svo allir þátttakendur geti náð þeim árangri sem þeir sækjast eftir. Æfingakerfið er samsett af einstaklega árangursríkum æfingum sem gerðar eru við taktfasta og hvetjandi tónlist sem kemur þér í stuð og fær svitann til að leka!
Bjöllur, Barre, handlóð o.fl til að styrkja líkamann á skemmtilegan en árangursríkan hátt í bland við kröftugar úthaldsæfingar sem ögra líkamanum og koma þér út fyrir þægindarammann.
Salurinn er 32-34° heitur sem eykur álagið í æfingunum og veitir vellíðan. Ef þú vilt auka styrk, bæta líkamsstöðu, þjálfa liðleika og auka úthald í hvetjandi umhverfi, þá er þetta námskeið fyrir þig!
Hiti og stuð í skammdeginu sem fyllir þig af gleði og orku, VERTU MEÐ!
*Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Fróðleikur og fræðsla sent út reglulega til að hvetja þig enn frekar áfram
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu, jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.