BL+ Eye Serum
Áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C-vítamíni, hýalúrónsýru, koffíni og lakkrísrót.
Virkni:
BL+ eye serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra innihaldsefna sem draga úr sýnileika fínna lína, dökkum baugum og þrota, stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif
Ávinningur:
Viðkvæmt augnsvæðið verður bjartara, frísklegra, þéttara og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og sýnileg þreytueinkenni eru á bak og burt.
- Kælandi stálrúlla frískar, tryggir auðvelda notkun
- Létt áferð
- Prófað af húðlæknum
- Þróað fyrir þunna og viðkvæma húð augnsvæðisins
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar öllum húðgerðum og grænkerum







Ítarlegri upplýsingar um vöru
Notið kvölds og morgna á hreina húð. Setjið kælandi stálrúlluna undir miðja augnbrúnina og dragið hana í hálfhring; út að ytri augnkrók og áfram undir augað. Þrýstið augnseruminu gætilega inn í húðina með baugfingri.