Blue Lagoon baðsalt
Mineral Bath Salt inniheldur steinefni úr jarðsjó Bláa Lónsins. Söltin eru auðleyst í baðvatni, endurnæra og sefa húðina.
Lækningalind Bláa Lónsins mælir með reglubundinni böðun heima við til að koma jafnvægi á þurra og viðkvæma húð og fyrirbyggja endurtekin einkenni.





Ítarlegri upplýsingar um vöru
Notkun:
Í baðið: Settu 1/2 til 1 bolla af steinefnakristöllunum í vatnið.
Í sturtunni: Blandaðu steinefnakristöllunum saman við góða olíu (Blue Lagoon Body Oil) í lófanum og skrúbbaðu vel yfir líkamann til örvunar. Húðin verður silkimjúk og endurnærð.
Húðgerð:
Hentar öllum húðgerðum.
Ávinningur:
Fyrirbyggir, sefar, kemur á jafnvægi, endurnærir.
175 gr / 350 gr.