Mineral Mask
Í mars er árlegt árveknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Við styðjum stolt við átakið og rennur 30% af hverjum seldum Mineral Mask 30ml í rannsóknar- og forvarnarstarf Krabbameinsfélagsins.
Við hvetjum þig til að gefa nærandi styrk í mars með því að tryggja þér Mineral Mask og taka þátt í þessu mikilvæga átaki með okkur.
Öflugur rakagefandi andlitsmaski sem inniheldur lífvirkan og steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Byggir upp rakastig húðar, mýkir og gefur húðinni líflegra yfirbragð. Hægt er að nota andlitsmaskann yfir nótt til að gefa húðinni rakaskot.





Ítarlegri upplýsingar um vöru
Berið Mineral Mask á hreina húð. Forðist augnsvæðið. Látið bíða í 10-20 mínútur eða yfir nótt.
Notist eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.
Ofnæmisprófað
Án parabena
Án litarefna