Hatha Yoga er það sem við þekkjum í dag sem hið hefðbundna jóga. Hatha leggur áherslu á jafnvægi á milli líkama og huga með því að sameina jógastöður (asana), öndunaræfingar (pranayama) og hugleiðslu.
Orðið hatha er sanskrít sem merkir afl eða kraftur. Ha þýðir sól og tha þýðir máni og þetta vísar til jafnvægis milli andstæðra krafta.
Kennt er í volgum sal (25-26°) og líkamsstöðunum, asana, er ætlað að hreinsa líkamann og veita styrk, sveigjanleika, hreyfanleika og úthald. Æfingarnar hjálpa til að skapa rými í huga og líkama, þær auðvelda okkur að finna innsta kjarna okkar og tengjast honum.
Hatha Yoga hentar bæði byrjendum og lengra komnum jógaiðkendum.
ATH. Nauðsynlegt að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu.