Unnið er í flæði með styrkjandi jógastöðum, öndun og slökun í 32-34° heitum sal. Hver jógastaða flæðir yfir í aðra sem skilar sér í auknum styrk, þoli, fimi og liðleika. Í jógaflæðinu er lögð áhersla á að horfa heildrænt á hreyfingar líkamans með markmiði að því að auka hreyfanleika, styrk og lipurð (e. mobility). Unnið er með hreyfanleika líkamans með stöðuleika í kjarnavöðvum að leiðarljósi. Jógatími fyrir þá sem vilja bæta líkamsstöðu sína og auka hreyfigetu í gegnum skemmtilegt flæði.
ATH. Nauðsynlegt að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu.