Pop Up - Hot Barre
Þjálfaðu líkamann í algjört topp ástand í 30° heitum sal. Unnið með áhöld (lóð, bolta, stöng o.fl.) og eigin líkamsþyngd á fjölbreyttan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Þú styrkir vöðvana og eykur hreyfigetu ásamt því að bæta vöðvaþolið. Tignarlegar, djúpar og áhrifamiklar æfingar með frístandandi stöng og á gólfi þar sem þú þjálfar langa, granna og tónaða vöðva, hreinan styrk, sjálfsöryggi og fallegan líkamsburð.
ATH. Nauðsynlegt að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu.