Unnið er í 28-32° innrauðum hita með teygjur, styrktaræfingar með lóðum, bjöllum og eigin líkamsþyngd.
Tímarnir henta öllum þeim sem vilja auka styrk og hreyfigetu ásamt því að bæta liðleika, jafnvægi og líkamstöðu.
Í þrýstipunktaæfingum er unnið með nuddrúllur og nuddbolta til að ná frekari vöðvaslökun og losa um stífa vöðva. Unnið er markvisst með ákveðna punkta í líkamanum sem stuðlar að minni bólgum, krónískum verkjum, aukinni hreyfigetu, liðleika og vellíðan.
ATH! Þátttakendur mæta með sína eigin nuddbolta, við mælum með 2x eins boltum (fást í móttöku Hreyfingar, Plús boltar) og stórt jógahandklæði.