Skill X - ÓLÝ
*SkillX tímarnir eru í boði fyrir Heilsuaðild og þá sem eru með sérstakan SkillX aðgang*
SkillX ÓLÝ er þjálfun með áherslu á ólympískar lyftingar.
Þessir tímar eru hannaðir fyrir hóp þátttakenda með brennandi áhuga á ólympískum lyftingum. Þjálfari skalar æfingar upp eða niður eftir þörfum hvers og eins þannig að hámarks árangur náist. Byrjendur og lengra komnir geta auðveldlega verið saman í tíma.
SkillX ÓLÝ tímarnir henta öllum þeim sem vilja bæta sig og ná árangri í ólympískum lyftingum.