Yin Yoga og bandvefslosun er mjúkur og rólegur tími sem hentar öllum sem vilja auka mýkt og liðleika, ná hugarró og flýta fyrir endurheimt.
Í Yin Yoga er liðleikinn aukinn með því að halda teygjum í lengri tíma. Í bandvefslosun notum við nuddbolta til að nudda vöðva og bandvef.
Í bæði Yin Yoga og bandvefslosun er markmiðið að róa taugakerfið, mýkja líkamann og létta á spennu sem er til staðar í líkamanum.
Rík áhersla er lögð á öndun til að hjálpa okkur að ná því markmiði.
Hver tími endar á slökun.
Þátttakendur mæta með sína eigin nuddbolta en við mælum með 2x eins boltum (fást í móttöku Hreyfingar) og stórt jógahandklæði.
Sjá nuddboltana hér:
https://www.hreyfing.is/vorur/nuddboltar-litlir/
https://www.hreyfing.is/vorur/nuddboltar-storir/
ATH. Nauðsynlegt er að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu.