Af hverju Hreyfing?

Fyrst og fremst
Glæsileg og fullkomin aðstaða til líkamsræktar.
Nýstárlegar spa-meðferðir með græðandi efnum Bláa lónsins; ótæmandi uppspretta andlegrar og líkamlegrar orku.

Gott fólk
Þjálfarar Hreyfingar eru íþróttafræðingar, íþróttakennarar eða einkaþjálfarar, með víðtæka reynslu hver á sínu sviði. Þeim er það metnaðarmál að þú náir markmiði þínu og leggja mikla áherslu á jákvæða, uppbyggjandi leiðsögn. Starfsfólk Hreyfingar á það sameiginlegt að hafa ríka þjónustulund og leggja sig fram við að gera þína upplifun í Hreyfingu ánægjulega í hvert sinn.

Þú um þig
Persónuleg þjónusta, notalegt umhverfi og afslappað andrúmsloft tryggja ánægju og vellíðan, næringu bæði fyrir líkama og sál.  Hjá Hreyfingu hefur þú forgang, þar snýst málið um þig.

 


Fylgstu með okkur #hreyfing