Atvinna

Hreyfing leggur áherslu á að ráða til sín öflugt fólk í öll störf fyrirtækisins. Við erum stöðugt með augun opin fyrir framúrskarandi einstaklingum og tökum við umsóknum allan ársins hring.

Gildin okkar eru fagleg, hrein og notaleg.

Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við viðskiptavini.
Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem viðskiptavinir kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.


.


 

 

 

Fylgstu með okkur #hreyfing