Barnagæsla

Í Hreyfingu er starfrækt barnagæsla, Leikland, í því skyni að auðvelda foreldrum að stunda reglubundna þjálfun. Í Leiklandi eru ávallt ábyrgt og hæft starfsfólk, sem sér til þess að börnunum líði vel og hafi ánægju af dvölinni. Leitast er við að ráða starfsmenn til barnagæslunnar sem hafa ánægju og búa að góðri reynslu af umönnun barna.

Það er ekki að ástæðulausu að Leikland mælist vel fyrir, jafnt meðal foreldra og barna. Frábært starfsfólk tekur börnunum opnum örmum. Í Leiklandi er nóg af skemmtilegum, þroskandi leikföngum, auk vandaðs barnaefnis sem er tilvalið til að brjóta upp daginn.

Í Leikland eru allir velkomnir. Hámarks viðverutími er 1,5 klst. Æskilegt er að byrja með aðlögun í styttri tíma fyrir þau börn sem ekki eru komin á leikskóla.

Opnunartími barnagæslu Hreyfingar er sem hér segir:

 Dagar  Tímar
 mánudaga , miðvikudaga  og föstudaga  8:50 - 13:20 
 mánudaga til fimmtudaga   16:15-19:00*
 laugardaga  8:40 - 13:00
 sunnudaga                                         Lokað

 
* Tveggja ára aldurstakmark í barnagæslu frá kl 16:15 mánudaga til fimmtudaga og á laugardögum. 

Fylgstu með okkur #hreyfing