Anna Eiríks
Það má segja að Anna Eiríks hafi fæðst í íþróttaskónum og segist hún varla muna eftir sjálfri sér öðruvísi en á æfingu. Hún æfði frjálsar íþróttir frá barnsaldri og á unglingsárunum tók líkamsræktin við.
Heilbrigður lífsstíll hefur alltaf verið jafn sjálfsagður fyrir henni og það að drekka vatn. Tímarnir hennar einkennast af gleði, orku og fjölbreytni og segist hún fá orkuna sína frá því að kenna öllu skemmtilega fólkinu sem sækir tímana hennar.
Hún er lítið fyrir öfga og leyfir sér alveg að njóta lystisemda lífsins. Hinn gullni meðalvegur er málið!
Besta leiðin til að koma sér í form: Setja sér raunhæf markmið, finna hreyfingu við sitt hæfi og reyna að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega en það er ekki vandamál hjá okkur í Hreyfingu. Það er mikið úrval af skemmtilegum tímum og góðum námskeiðum hjá okkur.
Huga vel að mataræðinu, finna sér æfingafélaga, fara til þjálfara eða fara á lokað námskeið því það gefur gott aðhald sem hjálpar við að ná ennþá betri árangri. Svo er aðalmálið að gefast ekki upp.
Lesa meiraÞað má segja að Anna Eiríks hafi fæðst í íþróttaskónum og segist hún varla muna eftir sjálfri sér öðruvísi en á æfingu. Hún æfði frjálsar íþróttir frá barnsaldri og á unglingsárunum tók líkamsræktin við.
Heilbrigður lífsstíll hefur alltaf verið jafn sjálfsagður fyrir henni og það að drekka vatn. Tímarnir hennar einkennast af gleði, orku og fjölbreytni og segist hún fá orkuna sína frá því að kenna öllu skemmtilega fólkinu sem sækir tímana hennar.
Hún er lítið fyrir öfga og leyfir sér alveg að njóta lystisemda lífsins. Hinn gullni meðalvegur er málið!
Besta leiðin til að koma sér í form: Setja sér raunhæf markmið, finna hreyfingu við sitt hæfi og reyna að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega en það er ekki vandamál hjá okkur í Hreyfingu. Það er mikið úrval af skemmtilegum tímum og góðum námskeiðum hjá okkur.
Huga vel að mataræðinu, finna sér æfingafélaga, fara til þjálfara eða fara á lokað námskeið því það gefur gott aðhald sem hjálpar við að ná ennþá betri árangri. Svo er aðalmálið að gefast ekki upp.
Tímar með Anna Eiríks
Hjól
Verulega hvetjandi, áhrifarík og markviss þolþjálfun á hjóli.
Hjól 30 mín
Verulega hvetjandi, áhrifarík og markviss hjólaþjálfun í aðeins 30 mínútur.
Hot Barre
Tímarnir sem koma þér í þitt allra besta form. Heitur salur, dýna, lóð, bolti, sviti, stöng, átök og ÞÚ!
Hot Fitness
Alhliða og krefjandi æfingakerfi unnið í 34° heitum sal.
Infra styrkur
Öflugur styrktartími í infraheitum sal