Edie Brito
Ævintýraþráin dró Edie alla leið frá Sao Paulo, Brasilíu, til Íslands þar sem honum líður eins og heima hjá sér þrátt fyrir kuldann. Í Brasilíu lauk hann námi í íþróttafræðum og starfaði sem einkaþjálfari.
Allir sem hafa mætt í tíma til Edie sjá hversu frábært vald hann hefur á líkamanum enda starfaði hann í tíu ár sem atvinnudansari í Brazilíu. Þar dansaði hann klassískan- og nútímadans og samkvæmisdansa og eru tímarnir hans í Hreyfingu þekktir fyrir að vera dillandi fjörugir.
Lúxus í hversdagsleikanum: Mesti lúxusinn er að geta haldið góðri rútínu á lífi mínu - Hreyfa mig, borða hollt, sofa vel og kenna tímana mína.
Lesa meiraÆvintýraþráin dró Edie alla leið frá Sao Paulo, Brasilíu, til Íslands þar sem honum líður eins og heima hjá sér þrátt fyrir kuldann. Í Brasilíu lauk hann námi í íþróttafræðum og starfaði sem einkaþjálfari.
Allir sem hafa mætt í tíma til Edie sjá hversu frábært vald hann hefur á líkamanum enda starfaði hann í tíu ár sem atvinnudansari í Brazilíu. Þar dansaði hann klassískan- og nútímadans og samkvæmisdansa og eru tímarnir hans í Hreyfingu þekktir fyrir að vera dillandi fjörugir.
Lúxus í hversdagsleikanum: Mesti lúxusinn er að geta haldið góðri rútínu á lífi mínu - Hreyfa mig, borða hollt, sofa vel og kenna tímana mína.
Tímar með Edie Brito
Latin Fitness
Heitasti danstíminn þar sem suðræn stemning er allsráðandi.
Skill X
Fjölbreytt þjálfun með ýmsum skemmtilegum áskorunum.
Skillrun
Hlaupabretti og lyftingar í þrumu stemningu.