Valdís Helga Þorgeirsdóttir
Valdís Helga, eða Valla Sport eins og vinir hennar kalla hana í góðu gamni, lifir og hrærist í hreyfingu og heilsu. Nálgun Valdísar á líkamsrækt felst í því að vera bæði sterkur og liðugur, það er ekki nóg að vera bara annað hvort. Það sem þarf líka að taka með í reikninginn er huglægi þátturinn og skoða alla þætti sem telja stórt þegar allt kemur til alls, eins og til að mynda öndun, mataræði og önnur dagleg virkni utan þess að mæta einungis á æfingu.
Valdís er útskrifaður jógakennari samkvæmt stöðlum um 200 tíma kennaranám Yoga Alliance árið 2013 og íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2018.
Lesa meiraValdís Helga, eða Valla Sport eins og vinir hennar kalla hana í góðu gamni, lifir og hrærist í hreyfingu og heilsu. Nálgun Valdísar á líkamsrækt felst í því að vera bæði sterkur og liðugur, það er ekki nóg að vera bara annað hvort. Það sem þarf líka að taka með í reikninginn er huglægi þátturinn og skoða alla þætti sem telja stórt þegar allt kemur til alls, eins og til að mynda öndun, mataræði og önnur dagleg virkni utan þess að mæta einungis á æfingu.
Valdís er útskrifaður jógakennari samkvæmt stöðlum um 200 tíma kennaranám Yoga Alliance árið 2013 og íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2018.