Cyclothon hjólanámskeið

Hefst 19. september!

10 vikna námskeið fyrir konur og karla!

Leiðbeinandi: Karen Axelsdóttir

Afleysingaþjálfari verður annan hvern laugardag. 

Þátttakendur velja sér hóp en mega mæta á öðrum tímum ef það er laust.

Hægt að er að taka 2 klst hjólaæfingu á laugardögum (11.00-13.00) ef það eru laus hjól í seinni tímanum. 

Uppbygging tíma

Markmiðið er að komast í þitt besta hjólaform sem nýtist til heilsubótar og/eða til að geta tekið þátt í hjólreiðaviðburðum eins og Wow cyclothon og öðrum hjólreiðaviðburðum næsta vor. Á fyrsta námskeiði verður áherslan á að komast í gott grunnform, læra réttan pedalasnúning og líkamsbeitingu. Æfingarnar henta jafnt nýliðum sem keppnisfólki þar sem auðvelt er að aðlaga æfingar innandyra að þörfum allra. Stöðumat verður þrisvar á tímabilinu til að setja sér markmið og sjá framfarir. Í tímunum er notast við nýjustu tækni vatta og púlsmæla sem gera æfingarnar mun markvissari og skemmtilegri. Þjálfari miðlar af áralangri reynslu um hjólreiðar og keppnisreynslu. Þátttakendur þurfa engan sérstakan bakgrunn bara góða skapið og vilja til að komast í betra hjólaform.

Dæmigerð uppbygging hvers tíma

Mín 0-24 upphitun, hraðaaukningar og tækniæfingar

Mín 25-55 æfingasett (mest són 2-4)

Mín 55+  Niðurhjól og liðleiki

 

Innifalið:

Þjálfun 3x í viku
Aðgangur að MYZONE púlsmælakerfi
Aðgangur að lokuðu heimasvæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu
Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum

 

Á laugardögum er æfingin 90 mínútur, hjólað er  í 60 mín en seinni 30 mín tökum við styrktar og liðleikaæfingar sérstaklega fyrir hjólafólk. Lengra komnir og keppnisfólk geta hjólað tvöfaldan tíma ef laust er í seinni tíma og býðst einnig að taka liðleikatíma.

 

Þjálfari er margfaldur methafi og ein reyndasta og sigursælasta hjólreiðakona íslands    

 

               

Karen Axelsdóttir er ein sigursælasta þríþrautakona og hjólreiðakona sem Ísland hefur átt og hampað fjölda titla bæði erlendis og hérlendis. Hún er núverandi Íslandsmethafi í ólympískri vegalend og Ironman sem hún fór á tímanum 9 klst og 24 mín (hljóp maraþon á 3 klst .11 mín eftir 180 km  hjól og 3,8 km sund) þannig hún er ýmsu vön þegar kemur að stuttum eða löngum vegalengdum. Hennar stærsti sigur var þó ekki endilega  íþróttalegs eðlis en 2013 lenti hún í alvarlegu slysi og bjóst ekki við að stíga aftur á hjól eða reima á sig hlaupaskó. Hún hefur náð ótrúlegum bata eftir 3 ára baráttu og var í sigurliði kvenna í Wow cyclothon 2017.

Menntun: Viðskiptafræðingur frá HÍ og Msc í Starfsmannstjórnun frá London School of Economics. Einkaþjálfunarpróf frá ACE og þríþrautarréttindi frá British Triahthlon Association. Hef þjálfað frá 2005.

 

Verð: 39.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 24.990 kr.
CT1
Tími Kennari Karen AxelsdóttirKaren AxelsdóttirKaren Axelsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 4Salur 4+1
CT2
Tími Kennari Karen AxelsdóttirKaren AxelsdóttirKaren Axelsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 4Salur 4+5

Fylgstu með okkur #hreyfing