Hot Yoga Sculpt (kk & kvk)

Hefst 4. september!

6 vikna námskeið fyrir konur og karla.

Styrkur, orka og öndun.
Jógaæfingar með léttum lóðum í heitum sal.  Hnitmiðaðar æfingar gerðar rólega með einbeitingu á öndun.  Þú mótar vöðvana, eykur úthald, styrk, liðleika og svitnar vel í þessum sérlega áhrifaríku og skemmtilegu tímum.

Hot Yoga Sculpt - öndun, styrkur og orka.

Rólegir en orkumiklir tímar sem einkennast af þolvinnu og fitubrennslu. Öndunin er í fyrirrúmi í lyftingum sem og yoga og er því yoga með handlóðum skemmtileg og vinsæl samblanda. Ávinningurinn er: brennsla, úthald, vöðvastyrkur og liðleiki.

Innifalið:
Lokaðir tímar 2x í viku - 60 mín í senn.
Þáttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu.
Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum.


„Í 38-40°C hita nær líkaminn meiri sveigjanleika og kemst dýpra inn í stöðurnar, opnar liðamótin betur og nær þannig dýpri teygju.“

Umsögn : „Ég hef sótt Hot Yoga tímana í Hreyfingu reglulega síðastliðin þrjú ár, ég mæti að meðaltali fimm sinnum í viku. Ég hef öðlast styrk, liðleika og þol en umfram allt er ég orkumeiri og nýti mér slökunina í daglegu lífi.“


Hér getur þú séð sýnishorn af æfingunum:
 

Skráning er hafin hér og í síma 414-4000
 

Verð: 28.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 14.990 kr.
HY1
Tími Kennari Bjargey AðalsteinsdóttirBjargey Aðalsteinsdóttir Staðsetning Salur 5Salur 5

Fylgstu með okkur #hreyfing