Jóga og orkustöðvarnar (kk & kvk)

Hefst 4. september!

6 vikna námskeið!

Hver orkustöð tekin fyrir í 26° heitum sal.
Mikil áhersla lögð á öndun, jógastöður og tækni.

Afhverju skipta orkustöðvarnar máli?
Orkustövarnar hafa áhrif á skynjun okkar, tilfinningar og hvað við veljum. Þær hafa áhrif á flæði og tegundir hugsana okkar og hvernig við bregðumst við þeim. Þær hafa áhrif á sambandið milli meðvitundar og undirvitundar. Að opna og auka jafnvægi í orkustöðvum, eykur skynjun okkar og tengingu svo við tengjumst hærri orkuuppsprettu þaðan sem við komum og þangað sem við hverfum aftur.

Námskeiðið er fyrir konur og karla á öllum aldri sem langar að bæta líðan, bæði andlega og líkamlega, minnka streitu og ná betra jafnvægi í líf sitt. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Í jóga fær hver og einn það út úr æfingunum sem hann getur og vill. 

Innifalið:

  • Lokaðir tímar 2 x í viku, 60 mín í senn.
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
  • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum.

 

 

​Umsögn​ frá þátttakanda

"Ég skráði mig ásamt konunni minni á námskeið í Yoga og orkustöðvunum. Var ekki alveg viss um hvað ég var að fara í, en vonaði að það myndi gefa mér meiri innsýn í heim Yoga og leið til betra lífs. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun því þetta námskeið fór fram úr mínum björtustu vonum. Var sérlega ánægður með hvernig Bjargey samtvinnaði fyrirlestur, leiki og leikfimi saman. Hún gjörsamlega opnaði nýjan heim fyrir mér og nýjar leiðir til að nálgast mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig dags daglega. Hvernig maður getur unnið með jákvæðni að leiðarljósi og forðast neikvæðni. Ég bíð spenntur eftir að framhald verði á svona námskeiðum". 

Skráning er hafin hér og í síma 414 4000
 

Verð: 28.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 14.990 kr.
JO1
Tími Kennari Bjargey AðalsteinsdóttirBjargey Aðalsteinsdóttir Staðsetning Salur 5Salur 5

Fylgstu með okkur #hreyfing