Jógaworkshop 120 mín

Sunnudaginn 28. janúar

NÁMSKEIÐ Í ASTHANGA/VINYASA FLOW

Á námskeiðinu verður farið í helstu undirstöðu atriði í jóga með áherslu á Asthanga-/Vinyasaflæði og veitir það góðan grunn fyrir allt jóga.

Farið verður ítarlega í:
- Öndun / ujjayi pranayama – sem er lykilatriði í jóga
- Einbeiting / dhristi – hvert þú beinir augunum í hverri stöðu
- Líkamslásar / bandhas – sem er mikilvæg tækni fyrir jógastöðurnar
- Yogastöður / asana – farið ítarlega í margar af helstu jógastöðum.

Einnig verður fjallað almennt um jóga og heimspekina sem því tengist.

Hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í jóga, fyrir þá sem eru að byrja aftur eftir langan tíma eða fyrir þá sem hafa stundað jóga en vilja fara ítarlega í mikilvæg grunnatriði.

Verð: 6.900 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 4.900 kr.
JW1
Tími Kennari Þóra Rós Staðsetning Salur 5

Fylgstu með okkur #hreyfing