Ánægjuábyrgð

Ef þú hefur ekki verið áður með kort í Hreyfingu  og ert ekki viss um að þú viljir binda þig til 12 mánaða eða lengur, getur þú nýtt þér ánægjuábyrgð Hreyfingar.

Ánægjubyrgð þýðir að ef þú gerir 12 eða 24 mánaða samning hefur þú 14 daga til að ákveða hvort þér líkar vel í Hreyfingu og vilt halda áfram.  Ef þú vilt hætta innan 14 daga getur þú rift samningi og greiðir þú þá aðeins það sem hefur verið skuldfært á þig á þeim tíma (m.v. þann binditíma sem þú samdir um).

Dæmi: Þú gerir samning til 24 mán. í Grunnaðild (8.390 pr. mán.) Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þér líkar ekki í Hreyfingu og vilt nýta þér ánægjuábyrgðina greiðir þú aðeins kr. 8.390 ásamt samningsgjaldi.

Ath. Ef til þess kemur að viðskiptavinur kýs að nýta ánægjuábyrgðina þarf viðkomandi að skila inn öllum aukafríðindum. Hafi viðkomandi nýtt fríðindi þarf að greiða fyrir þau sérstaklega.

Fylgstu með okkur #hreyfing