Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Good Routine - Guard Your Liver

Til baka í vefverslun

Kröftug og virk blanda náttúrulegra efna fyrir lifrina. Inniheldur virku efnin í mjólkurþistli. Verndar lifrina og ýtir undir endurnýjun frumna í lifrinni , afeitrunar- og hreinsunareiginleika hennar.

3.590 kr.
Good Routine - Guard Your Liver
Good Routine - Guard Your Liver

Ítarlegri upplýsingar um vöru

Kostir Guard-Your-Liver®

  • Góð upptaka – inniheldur fosfatidýlkólín sem myndar fléttu með Silibine, ríkjandi virka efninu í silymarin. Þessi náttúrulega flétta auðveldar flutning efnasambandanna tveggja frá þarmastigi inn í blóðrásina og stuðlar þannig að aukinni upptöku þeirra.
  • Samverkandi formúla – fléttan sem myndast á milli Silibine og Fosfatidýlkólíns er bæði stöðug og náttúruleg og eykur vernd og stuðning við heilbrigði lifrarinnar samanborið við silymarin og fosfólípíð sem eru gefin í sitthvoru lagi.
  • Aukin andoxunarvirkni – silymarin fengið úr mjólkurþistli hefur góða andoxunareiginleika og er þekkt fyrir góða virkni á lifrina.
  • Hátt innihald nauðsynlegra fosfólípíða –  fosfólípíð er efni sem finnst í öllum frumuhimnum og hjálpa tilteknum líffærum, svo sem lifur, þegar þau verða fyrir oxunarálagi og frumuöldrun.

Ráðlögð notkun

GUARD-YOUR-LIVER® er hentugt til að viðhalda eðlilegri starfsemi lifrarfrumna (afeitrun, endurnýjun lifrarhimnu o.s.frv.). Það veitir einnig stuðning við meltinguna og gegn hversdagslegum streituþáttum og umhverfisþáttum sem geta haft áhrif á lifur. Einnig er mælt með GUARD-YOUR-LIVER eftir áfengisneyslu eða eftir neyslu óholls mataræðis.

 

Fullorðnir og börn eldri en 14 ára: 1-2 töflur á dag með máltíð eða vatnsglasi, eða samkvæmt meðmælum sérfræðings.

 

Hylkin gætu verið olíukennd að utan, þetta er ólífuolía og hefur engin áhrif á gæði vörunnar.

Fosfólípíð (EPL)

630 mg

Fosfólípíð gegna stóru hlutverki í öllum lifandi frumuhimnum. Þau styrkja himnurnar og aðstoða frumur við að framkvæma efnaskiptatengda ferla. Sérstakir kostir EPL eru: orkuframleiðsla og geymsla, fleyti fitu í viðurvist galls, aukin leysni kólesteróls og andoxunarvörn.

Silymarin

100 mg

Silymarin er virka efnið í mjólkurþistli og er þekkt fyrir jákvæða eiginleika sína fyrir lifrina. Silymarin er andoxandi, bólgueyðandi, afeitrandi og verndar frumur fyrir eiturefnum. Þessir eiginleikar sameinast til að verja lifrina gegn ýmsum neikvæðu umhverfisáhrifum og óheilbrigðum lífsstíl (óhollusta, áfengi, tóbak og fleira). Silymarin inniheldur virkt efni sem kallast silybin og er einnig virkasta efni mjólkurþistilsins.

Silybin

37.5 mg

Silybin og innihaldsefnið fosfatidýlkólín hefur samverkandi áhrif og bætir upptöku silybins í líkamanum. Silybin binst við fosfatidýlkólín og auðveldar þannig flutning yfir þarmaslímhúðina og inn í blóðrásina til að aðstoða upptöku betur en silymarin eða fosfólípíð ein og sér.

Fosfatidýlkólín (PC)

270 mg

Fosfatidýlkólín (PC) verndar lifrina og hjálpar til við að brjóta niður fitu. Kólín er hluti af fosfatidýlkólíni og er flokkað sem eitt af B-vítamínunum. Kólín er mikilvægt vatnsleysanlegt næringarefni sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum – mikilvægt ferli þar sem líkaminn breytir fitu í orkugjafa!