Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir
ULTRAHUMAN - Áttavitinn að betri heilsu og árangri
M1 blóðsykursmælirinn frá Ultrahuman gefur þér innsýn í hvernig mismunandi fæða hefur áhrif á þinn líkama, æfingar, svefn, og alhliða heilbrigði.
M1 er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.
Blóðsykursveiflurnar þínar yfir daginn eru öflug vísbending um þína efnaskiptaheilsu. Efnaskiptin þín hafa áhrif á orkuna þína, getu þína til að brenna fitu, afköst og árangur í íþróttum, kynheilsu og alhliða heilbrigði.
85% af öllum langvarandi lífsstílssjúkdómum í heiminum má rekja til efnaskiptaheilsu.
Aðlagaðu mataræðið þitt að þínum líkama
Uppgötvaðu hvaða fæða hentar þínum líkama best og gerðu breytingar til batnaðar. Hver og einn bregst við á mismunandi hátt við hinum ýmsu fæðutegundum. Með M1 sílesandi blóðsykursmæli getur þú sniðið mataræði þitt að þínum líkama svo hann starfi sem best.
Fylltu betur á tankinn fyrir æfingarnar
M1 mælirinn sýnir þér hversu vel nærð/ur þú ert fyrir æfingar og lætur þig vita hvenær líkaminn þinn er fullkomlega nærður fyrir næstu æfingu til að hámarka afköst í æfingum og endurheimt.
Bættu svefngæðin með betri blóðsykri á næturna
Blóðsykursgildin þín á nóttunni hafa áhrif á svefngæðin þín og endurheimt. Þú getur aðlagað matarvenjur út frá innsýn í þín blóðsykursgildi á næturna.
Fyrir hverja er M1 ULTRAHUMAN blóðsykursmælir?
- Ef þú vilt bæta almenna heilsu þína og stuðla að auknum lífsgæðum alla ævi.
- Ef þú vilt bæta árangur þinn í íþróttum
- Ef þú hefur lengi verið að æfa af krafti og borða holla fæðu en nærð samt ekki líkamsástands markmiðum þínum.
- Ef þú vilt fylgjast með blóðsykurssveiflum og áhrifum þeirra á þína líðan.
- Ef þú vilt bæta efnaskiptaheilsu þína
- Ef þú vilt auka hæfni líkamans til að brenna fitu
ATH. Mælirinn er ekki hugsaður til að greina eða lækna sjúkdóma af neinu tagi.




Ítarlegri upplýsingar um vöru
Uppsetning á mæli - Kennslumyndband
Að fjarlægja mæli - Kennslumyndband






Hámarkaðu afköst og árangur í æfingum með innsýn í hversu vel nærð/ur þú ert fyrir átök og æfingar. Lærðu hvaða fæða hentar þér best fyrir æfingar til að ná sem bestum árangri:





____________________________________________________________
FAQ
Hvernig símtæki virka með mælinum?
- M1 mælirinn/smáforritið styður við Iphone 7 og nýrri síma ásamt Android símum sem hafa NFC skanna, Android 5.0 eða nýrri uppfærslu og Google Play Store. Það er nauðsynlegt að virkja NFC í stillingum í símanum til þess að hann virki með mælinum.
Hversu lengi endist mælirinn?
- Mælirinn er einnota. Hann endist í 14 daga og verður óvirkur eftir það. Blóðsykurs upplýsingarnar þínar verða þó alltaf aðgengilegar í appinu fyrir þig til að skoða. Mælirinn er hugsaður sem "heilsunámskeið" þar sem þú safnar upplýsingum í 14 daga um hvernig mismunandi fæða, hreyfing, svefn, streita og aðrir lífsstílsþættir hafa áhrif á þinn blóðsykur.
Í kjölfar þessara 2 vikna getur þú notað upplýsingarnar til að sérsníða betur þitt mataræði og lífsstíl að þínum líkamsþörfum til að bæta heilsu þína og líðan.
Er nál í mælinum sem fer inn í mig? Mun nálin sitja í handleggnum á mér?
- Já og nei. Mælirinn er með hola nál sem er notuð til að búa til lítið gat í yfirborð húðarinnar (algjörlega sársaukalaust). Í kjölfarið þræðist þunn blaðka í gegnum nálina og er komið fyrir undir húðinni þar sem hún verður þar til þú fjarlægir mælinn.
Má ég taka mælinn af mér á nóttunni?
- Nei! Þegar mælirinn er kominn á ætti ekki að fjarlægja hann þar fyrr en hann rennur út að 14 dögum liðnum. Mælirinn verður óvirkur þegar hann er fjarlægður og ekki hægt að endurnota.
Má ég fara í sturtu og sund með mælinn?
- Mælirinn er vatnsheldur svo það er ekkert mál að fara með hann í sturtu, bað, sund eða gufu. Ef þú syndir reglulega er þó gott að setja vatnsheldan glæran plástur yfir mælinn (fáanlegur í flestum apótekum).
Mig grunar að mælirinn minn sé gallaður, hvað geri ég?
- Ef þig grunar að mælirinn þinn sé gallaður er best að hafa samband við "support" teymið í appinu í gegnum spjall þráðinn þar. Þar geta sérfræðingar greint hvort um galla sé að ræða. Ef mælirinn reynist vera gallaður getur þú fengið nýjan mæli hjá söluaðila.