Tækjakennsla
Hér getur þú óskað eftir tækjakennslu - við höfum svo samband við þig til að bóka með þér tíma eins fljótt og auðið er.
Hefðbundin tækjakennsla þar sem þjálfari fer með þér í gegnum tækjasalinn og gefur leiðsögn um notkun líkamsræktartækjanna.
Aðallega ætlað fyrir þá sem eru að byrja að nota lyftingatækin. Jafnframt gagnlegt fyrir þá sem þarfnast upprifjunar á notkun tækjanna. Stöðluð æfingaáætlun fylgir. Tækjakennsla er u.þ.b. 30 mín. með þjálfara, 1-3 saman í hóp.
Þú færð æfingaáætlun sem þú getur svo farið eftir í framhaldinu.
Ath. Andvirði tækjakennslunnar getur þú látið ganga upp í Heilsuaðild ef þú uppfærir þig innan 3 daga.

