Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

Til baka í vefverslun

Fylgstu með lífsstílnum, svefninum, hreyfingunni og alhliða heilsu með AIR snjallhringnum frá Ultrahuman.

Léttasti og snjallasti hringur í heimi!

BETRI ÁRANGUR OG ENDURHEIMT
Mældu árangurinn þinn og endurheimt með mikilvægum lífsgildum.
Uppgötvaðu hvernig mælingar eins og hjartsláttur, HRV (Heart Rate Variability), líkamshiti og fleira breytast með lífsstílsbreytingum og umhverfisþáttum.

BETRI HREYFING
Fylgstu með hvaða áhrif æfingarnar hafa á þinn líkama.
Hringurinn fylgist með gildum eins og hjartslætti, HRV, skrefum, hitaeiningabrennslu og fleiru.

HÁRMARKAÐU SVEFNGÆÐIN
Fylgstu með svefngæðunum þínum í rauntíma og uppgötvaðu hvaða áhrif REM og NREM svefn hafa áhrif á efnaskiptaheilsuna þína og öfugt.


Ertu óviss með stærðina á hringnum þínum?
Finndu stærðina þína með ULTRAHUMAN SIZING APPINU eða komdu til okkar í Hreyfngu og mátaðu.

3 litir í boði: Gold, Silver og Matte Gray.

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver
Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

Ítarlegri upplýsingar um vöru

Ultrahuman hringur - FAQ

HVAÐA GILDI MÆLIR HRINGURINN?
  • Ultrahuman hringurinn færir þér víðtæka innsýn í eigið heilbrigði og líkamsástand. Hringurinn mælir hluti eins og hreyfingu (æfingar, skref, brennslu o.þ.h), hjartslátt, HRV (heart rate variability), líkamshita, svefngæði (NREM og REM svefn), svefnlengd, súrefnismettun og fleira. Allar þessar upplýsingar sameinast einnig með upplýsingum frá M1 blóðsykursmæli ef viðkomandi notar slíkan mæli samhliða.
HVERNIG VEL ÉG RÉTTA STÆRÐ?
HVAÐ ER INNIFALIÐ MEÐ HRINGNUM?
  • Með öllum hringum fylgir USB A-C kapall og hleðsludokka fyrir hringinn.
HVERNIG VIRKAR FERLIÐ EFTIR AÐ ÉG KAUPI HRING?
  • Um leið og þú pantar hring færðu sendan til þín mátunarpakka til að finna þína réttu stærð. Í mátunarpakkanum finnur þú QR kóða sem leiðir þig inn á vefsíðu eða í Ultrahuman appið þar sem þú gengur frá stærðar- og litavali.
    Þegar pöntunarferlinu er lokað bíður þú einfaldlega eftir því að fá hringinn í hendurnar.
HVAÐA SÍMTÆKI STYÐJA VIÐ ULTRAHUMAN HRINGINN?
  • Ultrahuman hringurinn styður við Iphone stýrikerfi iOS 14 og nýrra og Android síma með Android 6 eða nýrra.
    Síminn þinn þarf einnig að styðja bluetooth 4.0 eða nýrra.
HVAÐA STÆRÐIR ERU Í BOÐI FYRIR HRINGANA?
  • Ultrahuman hringarnir eru fáanlegir í 10 stærðum, frá 5-14. Við bjóðum ekki upp á hálfstærðir. Stærðir 5,13 og 14 eru sérpöntunarstærðir.
HVAÐA LITIR ERU Í BOÐI FYRIR HRINGANA?
  • Ultrahuman hringarnir eru fáanlegir í 3 mismunandi litum:
    Matte Grey, Space Silver og Bionic Gold
GETUR HRINGURINN RISPAST VIÐ DAGLEGAR ATHAFNIR, ÆFINGAR O.Þ.H?
  • Hringarnir eru hannaðir til að vera eins sterkbyggðir og mögulegt er. Hringarnir eru smíðaðir með vottuðu títaníum efni með sérstaklega rispuvarðri "tungsten carbide" húðun til að lágmarka líkur á rispum og skemmdum við daglegar athafnir.
FER ILLA MEÐ HÚÐINA AÐ NOTA HRINGINN TIL LENGRI TÍMA?
  • Ultrahuman hringurinn er hannaður með húðina þína í huga. Hringurinn er smíðaður með "hypoallergenic" efnum sem gera hann hentugan fyrir langtímanotkun og einnig fólk með viðkvæma húð.
MÁ NOTA HRINGINN Á ÆFINGUM, RÆKTINNI OG Í SUNDI?
  • Já það er fullkomlega öruggt að nota hringinn á æfingum. Hringurinn er bæði svita og vatnsvarinn niður í allt að 2,2m dýpi.
ER HRINGURINN VATNSVARINN?
  • Já, hringurinn er fullkomlega vatnsheldur niður í allt að 2,2m dýpi í allt að 30 mínútur. Það má því auðveldlega þvo á sér hendurnar, fara í sturtu og í sund með hringinn.
    Við mælum þó ekki með að halda hringnum ofan í vatni í of langan tíma í senn.
    (Framleiðendur eru að bíða eftir að fá IPX7 vottun)
Þarf ég alltaf að hafa símann á mér svo að hringurinn virki?
  • Hringurinn er með innbyggt 4-6 daga minni sem þýðir að þú getur verið án símans í þennan tíma án þess að gögnin sem hringurinn aflar, tapist.
Hversu lengi dugar rafhlaðan á hringnum og hver er hleðslutíminn?
  • Fullhlaðinn hringur endist í u.þ.b 4-6 daga miðað við hefðbundna notkun. Hlutir eins og aldur rafhlöðu, hitastig og notkun geta þó haft áhrif á endingartíma.
    Það tekur um 1,5-2 klst að fullhlaða hringinn.
Hvaða fingur er best að bera hringinn á?
  • Við mælum með því að bera hringinn á vísifingri, löngutöng eða baugfingri.
Hvað geri ég ef hringurinn festist?
  • Stærðin á fingrunum þínum og hringnum getur verið örlítið breytileg gegnum daginn og undir ákveðnum kringumstæðum gæti hann virkað þrengri og því erfiðara að fjarlægja hann.
    Ef hringurinn fesist alveg á fingrinum þínum getur þú prófað eftirfarandi:
    • Láttu renna kalt vatn á hendina, settu sápu á fingurinn á þér og reyndu að skrúfa hann rólega af.
    • Haltu hendinni hátt uppi, þetta getur dregið úr blóðflæði út í handlegginn og auðveldað þér að fjarlægja hringinn.
    • Ef þú hefur nýlega klárað þungar lyftingaræfingu eða borðað stóra máltíð getur borgað sig að bíða í smá tíma til að sjá hvort fingurinn dragist ekki aðeins saman.
Hvernig mælir hringurinn lífsmörkin mín?
  • Ultrahuman hringurinn notar sambland af ýmsum nemum eins og hitastigsnema, PPG nema og hreyfinema (IMU) sem mæla útfrá fingrinum þínum. Öflug reiknirit taka síðan saman þessi gögn, vinna úr þeim og birta í Ultrahuman appið.
Hvernig virkar Ultrahuman hringurinn með M1 blóðsykursmælinum?
  • Með því að para saman gögn frá hringnum eins og hreyfingu, svefngæði, hitastig, öndun og fleira, með blóðsykursgögnum frá M1 blóðsykursmælinum er hægt að fá ótrúlega öfluga innsýn í hvernig mataræðið þitt og hvernig þú háttar þínum lífsstílsvenjum hafa áhrif á efnaskiptaheilsuna þína og alhliða heilsu.
    Þetta gerir þér kleift að taka upplýstari og betri ákvarðanir til að halda heilsunni þinni í topp standi.
Hversu mikil er nákvæmni gildanna sem hringurinn mælir?
  • Nákvæmni hringsins er á pari við öflugustu heilsu og líkamsræktar "wearable vara" á markaðnum í dag